60kg reiðhjól

samkvæmt pdf skjali um þetta tiltekna reiðhjól, þá er það 60kg að þyngd.

http://www.suzuki.is/2010/ELGO/ELGO.pdf

Það þykir mér þungt reiðhjól.... og ekki væri ég til í að fá það á mig á 25km/klst hraða. Þetta er undarleg niðurstaða, að vespa sem augljóslega er mótorhjól (en ekki reiðhjól) skuli flokkast sem reiðhjól.

Undarlegri þykir mér niðurstaða Lögfræðings umferðastofu, að ekki sé ástæða til að endurskoða þennan hluta laganna.

Svo er það klausan um að mönnum beri að nota eitthvað sem flokkist sem reiðhjól á gangstígum, einkennileg, því samkvæmt umferðalögum eru hjólreiðamenn gestir á gangstéttum og gangstígum, en eiga mun meiri og sterkari rétt á götum, þar sem reiðhjól flokkast sem ökutæki samkvæmt umferðalögum og reyndar er tekið fram að þau beri að nota í hægri jaðri gatna.


mbl.is Vespan skal flokkast sem reiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Jamm þetta er háundarlegt. Marta eða forstjóri Umferðarstofu ætti að koma með leiðréttingu hið snarasta.

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 11:00

2 Smámynd: Morten Lange

Hér er úr athugasemd minni á boggi SiggaMagga :

Getur verið að Marta lesi ekki umferðarlögin  í samhengi og rangtúlki orðin í lok málsgreinar þannig að orðin eigi við ekki bara málsgrein c   (um hlaupahjól og þess háttar) , heldur a (venjuleg reiðhjól) og b (Vélknúinn hjólastóll )  líka ? 

Hér eru skilgreiningar um reiðhjól í heild (úr núgildandi lögum . sem eru ansi ruglingsleg):

Reiðhjól:
   [a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.
   b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
   c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í [25 km á klst.]4) Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.]5)

Og svo til áréttingar : Í lagagrein sem  fjalar um reiðhjó, þá telst ekki 60 kg tæki sem lítið, á borð við rafknúið hlaupahjól.

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband