Ég fékk einusinni hugmynd um að nýta sjávarföllin til beinnar vetnisframleiðslu.
Vandamálið við að framleiða raforku út frá sjávarföllunum er að þau skila svo mismiklum krafti eftir því hvernig þau standa. 2x2 tíma á dag er nánast engin hreyfing á sjónum, og því mjög litla orku að fá, þess á milli er gríðarlegur kraftur í þeim.
Fá álver, eða annar orkufrekur iðnaður, hefur þörf fyrir raforku í misstórum lotubundnum skömtum, og því gagnast þetta rafmagn ekki mörgum.
Þessvegna yrði raforkan ekki færð upp á yfirborðið, heldur notuð beint til framleiðslu á vetni.
Til þess þyrfti að dæla vatni niður í þar til gerð tæki, sem sjá um rafgreininguna, og dæla svo vetninu upp í geyma á yfirborði, eða í landi. Tæki til rafgreiningar eru einföld í gerð, með fáa slitfleti (sem slitna þó þónokkuð) og því ætti þetta ekki að vera flókið mál. Það sem vinnst með svona aðgerð, er að hægt er að geyma orkuna úr sjávarföllunum, án þess að útbúa einhver risastór uppistöðulón, eða brýr (stofnkostnaður væri s.s. margfalt lægri). einnig yrðu umhverfisspjöll af slíkri virkjun nánast engin, nema þá hugsanlega sjáanlegar vinnslustöðvar (geymar og dælur) á sjávarbakkanum, eða prömmum. Rannsókn hefur verið gerð á hvernig hreyflar gætu best henntað til virkjunar sjávarfalla, og má finna skýrslu þar um hjá OS.
T.d. væri hægt að búa til nokkur svona tæki og skella þeim í sjóinn við borgarnessbrúnna. Einnig væri hægt að búa til minni svona tæki, sem menn gætu skellt í bæjarlækinn, við sumarbústaðinn.
Orkan væri s.s. geymd sem rafgreint vetni, það mætti svo nota sem orkugjafa í nánast hvaða samhengi sem er.
Ég veit ekki til þess að svona sé þetta gert, nokkursstaðar í heiminum. Hinsvegar eru sjávarfallavirkjanir víða þekktar.
Til gamans má nefna að eina stóra vandamálið, sem ég hef heyrt af við svona virkjanir, er að ef öll sjávarföll heimsins yrðu virkjuð, þá myndi hægja á þeim smátt og smátt, og á endanum myndi tunglið falla á jörðina. En það er að öllum líkindum mjög langt í að það gerist :)
Getur ekki einhver sem til þekkir, bent mér á stóru ókostina við þessa hugmynd mína?
Hugmynd um sjávarfallavirkjun í Breiðafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 27.11.2009 | 15:34 (breytt kl. 15:34) | Facebook
Athugasemdir
Góð hugmynd.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:24
Afar góð hugmynd,nota svo vetnið til að knýja skipin ,þá geta sjómenn hætt að væla um afnám sjómannaafsláttarins.Komdu þessu á framfæri við áhugasama aðila.
S.Árnason. (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:03
Það er hægt að jafna út sveiflur í rafkerfinu vegna sjávarfallavirkjanna með því að safna í lón vatnsaflavirkjanna. Með því móti gæti lón þeirra verið minna.
Rafalanir eru í flestum tilfellum á litlu dýpi það er að segja þetta 7-10 metra. Síðan er talað um virkjanir í fjórum fjörðum, á milli þeirra er töluverður tímamunur þannig að sveiflan í rafkerfinnu verður minni með auknm fjölda virkjanna.
kv Jóhann Ólafson
Jóhann Ólafson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:08
Sæll Jóhann,
Takk fyrir commentið.
Það að setja upp svona virkjun eins og talað er um, hlýtur að vera flókin framkvæmd og gríðarlega dýr.
Eitt af stóru atriðunum í þessari hugmynd er að losna við nauðsyn uppistöðulóna og stórra virkisveggja, með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Það gerist með því að rafgreining vetnisins fer fram neðansjávar, þar sem rafmagnið verður til í þar tilgerðum rafal. Stundum gerist rafgreiningin hratt, og stundum hægt, eftir því hversu mikla raforku er hægt að fá út úr straumvatninu. Geymslan á orkunni fer svo fram ofansjávar í vetnisgeymum, í stað þess að fara fram í uppistöðulónum. Svo má brenna vetninu til að búa til stöðuga orku inn á orkukerfið.
Hugsanlega er hægt að optimera þessa hugmynd með því að nota einhver virki, og þannig minnka/fækka rafgreiningarbúnaðinn, en ég hef auðvitað ekki reiknað neitt slíkt út.
Hugmyndin gengur í raun frekar út á, að ef þarf að framleiða meiri orku, þarf bara fleirri tæki (sem væru fest með akkeri, í námunda við sjávarbotn, þar sem mesti straumurinn væri. Það er af nógu að taka. Tækjabúnaðurinn ætti ekki að vera dýr, en hinsvegar gæti verið flókið að framleiða eitthvað sem stenst ágang sjávar nægilega vel. En vísindamönnum tekst þó að framleiða olíuborpalla og mörg fleirri tæki sem þola þetta vel, þ.a. það hlýtur að vera leysanlegt.
kv.
-reynir
Reynir Hübner, 27.11.2009 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.