Í veikindum mínum tókst mér loksins að setjast niður og læra á ableton live. Ég hef ekkert fiktað að neinu viti í forritinu fyrr en í gær, og þá svona áttaði ég mig líka á því hversu fáránlega einfalt þetta forrit er. Ég bjó til midi lúppur, setti upp effecta keðjur og grautaði þessu saman, og tók upp lag. Ekki ætla ég að fara halda því fram að það hafi verið gott lag, enda bara tilraun til að að læra á forritið. En það grúvaði nánast, og var bara alls ekki jafn slæmt og ég átti von á, að það myndi verða.
ableton live er s.s. snilldarforrit, sem allir sem hafa gaman að því að búa til tónlist ættu að fá sér. Ég lendi reyndar í vandræðum með glitches, en ég held það sé vegna minnisleysis hjá tölvunni minni, hún er bara 512mb, og ekkert svakalega spræk miðað við það sem gengur og gerist í dag.
Um daginn prófaði ég svo guitar Rig 2 forritið, það er stútfullt af soundum og magnara-útgáfum og bara mjög gaman að leika með það, ég veit þó ekki hversu professional það er, en það er allavega ekki mikið verra en t.d. POD frá line6, eða aðrar útgáfur af svoleiðis græjum.
Nú á ég bara eftir að finna út hvernig ég nota þessi tvö forrit saman. Það kemur nú kanski í ljós í jólafríinu eða jafnvel eitthvað fyrr....
Flokkur: Bloggar | 14.12.2006 | 07:54 (breytt kl. 07:55) | Facebook
Athugasemdir
Jólafriðurinn er sem sagt úti....
Maja (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.