ég hlammaði mér fyrir framan sjónvarpið í gær og ætlaði að horfa á það sem ég taldi vera vandaðan þátt, um uppeldi barna með tengingum við hitt og þetta.
lýsing þáttarins er svohljóðandi (frá rúv.is):
"Aldamótabörn (Child of Our Time) er breskur heimildamyndaflokkur þar sem fylgst er með nokkrum börnum sem fæddust árið 2000 og fjallað um áhrif erfða og uppeldis á þroska þeirra. Robert Winston hefur fylgst með börnunum frá fæðingu og þegar hér er komið sögu eru þau orðin sex ára, farin að tjá sig um allt milli himins og jarðar og veita þannig dýrmæta innsýn í það hvaða augum þau líta veröldina. Þættirnir eru fjórir og í þeim er meðal annars skoðað hvernig börn læra að vera siðaðar manneskjur; hvernig og hvers vegna við lærum eitthvað nýtt; hvaða áhrif systkini hafa á hugmyndir barna um samkeppni og samvinnu og hve snemma á ævinni samskipti barna við jafningja sína eiga þátt í móta líf þeirra á fullorðinsárum."
Ég verð að segja ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með hvernig þáttastjórnandi hljóp úr einu í annað án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Í þættinum voru 4 börn, eitt barnið var hörundsdökkt, 3 hvít, 2 stelpur, 2 strákar, 3 hvít börn af mjög trúuðum heimilum, og það eina sem var hörundsdökkt, var úr brotnu heimili.
Þáttastjórnandinn fór út af sporinu þegar hann gaf í skyn að skilnaður foreldra svarta parsins hafi farið mjög illa í drenginn. Hversvegna, jú þar vantaði nánari útskýringar á því, þessu var bara fleygt fram, því hann átti við hegðunarvandamál að etja. Ef maður er grunnhygginn, þá dregur maður jafnvel dregið ályktanir sjálfur að hegðunarvandamálið sé vegna þess að foreldrar hans skildu. Hinsvegar var ekkert sagt um hversvegna þau skildu, og pabbi hans kom aldrei fram í þættinum.
Ef maður er ennþá grunnhyggnari, gæti maður dregið þá ályktun að hegðunarvandamálin séu vegna þess að hann hafi ekki fengið trúarlegt uppeldi. Enn eitt skrefið mætti svo taka í grunnhyggninni, þ.e. að hann eigi við svona vandamál að etja vegna þess að hann er svartur.
Mjög skemmtileg könnun var gerð á börnum, þar sem þau áttu að ná kúlum úr skál með einhverri ómögulegri skeið. Hann sagði frá því þáttastjórnandinn, að flest börn reyndu fyrst að gera það löglega, en svindluðu svo, en mis mikið. Jafnvel í kommúnistaríkjum... (hvað er átt við).
Önnur könnun var þegar foreldrar barnana mistu einhverjar glerkúlur úr stauk, og báðu svo börnin sín að segja ekki frá því. Þá kunni bara eitt barn að þegja fyrir mömmu sína, það var auðvitað svarti drengurinn, þetta var látið líta út eins og yfirheyrsla yfir glæpamanni, og svarti drengurinn kom auðvitað út sem slíkur, þraut þjálfaður í að þegja yfir hlutunum. Hin börnin sögðu auðvitað sannleikan um leið.
Þarna er s.s. aftur máluð mjög sérkennileg mynd af svarta stráknum, sem er ekki alveg sambærileg þeim sem málaðar eru af hvítu-trúuðu börnunum.
Það sem fer þó lang mest í taugarnar á mér á þessum þætti, er að demografían eru 4 börn frá mjög ólíkum fjölskyldum, og það er látið líta út fyrir að niðurstöðurnar úr þessum þætti séu vísindalegar, þegar þær byggja bara á hugarburði þess strang-trúaða mans sem stýrir þeim, en hann er gyðingur, og hefur verið með þætti þar sem fjallað hefur verið um hitt og þetta, og er mér minniststæður þáttur þar sem hann skoðaði starfsstöð vísindamanna í austurríki, sem eru að reyna að smíða vél sem hermir eftir fyrstu nanósekúndunum eftir stórahvell. Þar fór hann líka út af sporinu á annan hátt.
Niðurlag þáttarins innihélt setningu sem var eitthvað á þá leið að margir teldu siðmenningu okkar vera á niðurleið, en siðmenning barna okkar væri það örugglega ekki.
Ég skil ekki hvernig hægt er að halda slíku fram eftir að hafa skoðað 4 einangruð tilfelli.... jæja, það mætti eflaust tala meira um þennan þátt, en ég vona í raun bara að ríkissjónvarpið taki þessa þætti af dagskrá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.