Færsluflokkur: Bloggar

Fairtrade súkkulaði?

Er þetta fairtrade súkkulaði?

Ég vona það, því ef svo er ekki, þá gætu það hafa verið börn í þrældómi á fílabeinsströndinni sem unnu við kakóbaunatínsluna fyrir vinnslu á þessu súkkulaði og með því að kaupa það, væri maður að styrkja þrælahaldarana, til áframhaldandi starfssemi.
Síðast þegar ég vissi var ABC súkkulaðið framleitt af Nóa Siríus, en þeir hafa ekki verið með fairtrade súkkulaði hingað til svo ég viti til.
Mér líður eitthvað undarlega yfir því að styrkja einn hóp barna í afríku, en kanski vinna gegn öðrum sem jafnvel er í meiri neið.

Endilega leiðréttið mig ef rangt er farið með.


mbl.is Páskasúkkulaði frá ABC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60kg reiðhjól

samkvæmt pdf skjali um þetta tiltekna reiðhjól, þá er það 60kg að þyngd.

http://www.suzuki.is/2010/ELGO/ELGO.pdf

Það þykir mér þungt reiðhjól.... og ekki væri ég til í að fá það á mig á 25km/klst hraða. Þetta er undarleg niðurstaða, að vespa sem augljóslega er mótorhjól (en ekki reiðhjól) skuli flokkast sem reiðhjól.

Undarlegri þykir mér niðurstaða Lögfræðings umferðastofu, að ekki sé ástæða til að endurskoða þennan hluta laganna.

Svo er það klausan um að mönnum beri að nota eitthvað sem flokkist sem reiðhjól á gangstígum, einkennileg, því samkvæmt umferðalögum eru hjólreiðamenn gestir á gangstéttum og gangstígum, en eiga mun meiri og sterkari rétt á götum, þar sem reiðhjól flokkast sem ökutæki samkvæmt umferðalögum og reyndar er tekið fram að þau beri að nota í hægri jaðri gatna.


mbl.is Vespan skal flokkast sem reiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vatnspósta mætti gera hentugri

Það er mjög gott mál að það sé haldið áfram að setja upp vatnspósta þar sem fjöldi fólks stundar útiveru.

Hinsvegar er það svo, að einn sá hópur sem ég tilheyri, þ.e. hjólreiðafólk, notar oftast vatnsbrúsa sem það geymir á hjólunum sínum, en þá er ekki hægt að fylla á, á þessum vatnspóstum, heldur þurfum við að leita uppi krana, (eða aðrar bunur sem renna niður) en til að komast í þá þarf oftar en ekki að stíga af hjólinu, og læsa því við grindverk fyrst.

Það væri æðislegt, að ef áður en áfram yrði haldið með uppsetningu vatnspósta, yrði þetta tekið til athugunar. 

 

 

 


mbl.is Nýr vatnspóstur á Degi vatnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænna, ódýrara, og laust við lotubindinguna - neðansjávar vetnisframleiðsla

Ég fékk einusinni hugmynd um að nýta sjávarföllin til beinnar vetnisframleiðslu.

Vandamálið við að framleiða raforku út frá sjávarföllunum er að þau skila svo mismiklum krafti eftir því hvernig þau standa. 2x2 tíma á dag er nánast engin hreyfing á sjónum, og því mjög litla orku að fá, þess á milli er gríðarlegur kraftur í þeim. 

Fá álver, eða annar orkufrekur iðnaður,  hefur þörf fyrir raforku í misstórum lotubundnum skömtum, og því gagnast þetta rafmagn ekki mörgum.

Þessvegna yrði raforkan ekki færð upp á yfirborðið, heldur notuð beint til framleiðslu á vetni.

Til þess þyrfti að dæla vatni niður í þar til gerð tæki, sem sjá um rafgreininguna, og dæla svo vetninu upp í geyma á yfirborði, eða í landi. Tæki til rafgreiningar eru einföld í gerð, með fáa slitfleti (sem slitna þó þónokkuð) og því ætti þetta ekki að vera flókið mál. Það sem vinnst með svona aðgerð, er að hægt er að geyma orkuna úr sjávarföllunum, án þess að útbúa einhver risastór uppistöðulón, eða brýr (stofnkostnaður væri s.s. margfalt lægri). einnig yrðu umhverfisspjöll af slíkri virkjun nánast engin, nema þá hugsanlega sjáanlegar vinnslustöðvar (geymar og dælur) á sjávarbakkanum, eða prömmum. Rannsókn hefur verið gerð á hvernig hreyflar gætu best henntað til virkjunar sjávarfalla, og má finna skýrslu þar um hjá OS. 

T.d. væri hægt að búa til nokkur svona tæki og skella þeim í sjóinn við borgarnessbrúnna. Einnig væri hægt að búa til minni svona tæki, sem menn gætu skellt í bæjarlækinn, við sumarbústaðinn. 

Orkan væri s.s. geymd sem rafgreint vetni, það mætti svo nota sem orkugjafa í nánast hvaða samhengi sem er.

Ég veit ekki til þess að svona sé þetta gert, nokkursstaðar í heiminum. Hinsvegar eru sjávarfallavirkjanir víða þekktar. 

Til gamans má nefna að eina stóra vandamálið, sem ég hef heyrt af við svona virkjanir, er að ef öll sjávarföll heimsins yrðu virkjuð, þá myndi hægja á þeim smátt og smátt,  og á endanum myndi tunglið falla á jörðina. En það er að öllum líkindum mjög langt í að það gerist :)

Getur ekki einhver sem til þekkir, bent mér á stóru ókostina við þessa hugmynd mína?


mbl.is Hugmynd um sjávarfallavirkjun í Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

var það ekki öfugt..

oracle keypti sun... en ekki öfugt eins og kemur fram í greininni. Þá hafði IBM lengi skoðað það að kaupa Sun, en oracle sló til og keypti þetta, enda sáu þeir marga kosti við það. Sjálfir byggja þeir mikið af sinni hugbúnaðarþróun á java umhverfum, og svo á Sun einn af þeirra stærstu keppinautum oracle (sem reyndar hefur misst mikið af sjarmanum upp á síðkastið) MySQL. 

Þá hafa margir haft ýmsar skoðanir á málinu, en hér t.d. lýsir einum öflugur java-forritari sinni skoðun:

http://blogs.infosupport.com/blogs/berte/archive/2009/10/14/impressions-from-oracle-openworld-is-oracle-good-for-java.aspx

 

 


mbl.is Sun Microsystems segir upp starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög áhugavert

Hér má sjá gamla frétt um verkefnið, sem vakti athygli mína á sínum tíma:

http://www.visir.is/article/20080409/FRETTIR01/80409111

Ætli ísland geti orðið óháð erlendum orkugjöfum svo sem bensíni og olíu með þessari aðferð ? Metanól má nota á bíla með litlum eða engum auka tilkostnaði eftir því sem ég best veit. Ef ég man rétt þarf þó töluvert vetni í þetta samhengi, sem þyrfti þá að framleiða. Það væri reyndar hægt að gera með því að rafgreina straumvötn, eða jafnvel sjó, með því að nýta hafstrauma. Það er reyndar tæknilega flókið, en þó ekki ómögulegt.

Þetta er spennandi, og frábært að þeir ætli sér að klára dæmið og koma upp verksmiðjunni.


mbl.is Undirbúa metanólverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ósmekklegt

Spurning hvað þessi frétt um vinnuslys í ameríku sé að gera á íslenskum fréttavef. það er eins og þetta eigi að vera fyndið, en það er bara ekkert fyndið við þetta.

Ef þetta hefði gerst á íslandi, segjum t.d. í Nóa siríus, væri fréttin matreidd svona ?


mbl.is Lést í súkkulaðikeri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ableton live og guitar rig 2

Í veikindum mínum tókst mér loksins að setjast niður og læra á ableton live. Ég hef ekkert fiktað að neinu viti í forritinu fyrr en í gær, og þá svona áttaði ég mig líka á því hversu fáránlega einfalt þetta forrit er. Ég bjó til midi lúppur, setti upp effecta keðjur og grautaði þessu saman, og tók upp lag. Ekki ætla ég að fara halda því fram að það hafi verið gott lag, enda bara tilraun til að að læra á forritið. En það grúvaði nánast, og var bara alls ekki jafn slæmt og ég átti von á, að það myndi verða.

 

ableton live er s.s. snilldarforrit, sem allir sem hafa gaman að því að búa til tónlist ættu að fá sér. Ég lendi reyndar í vandræðum með glitches, en ég held það sé vegna minnisleysis hjá tölvunni minni, hún er bara 512mb, og ekkert svakalega spræk miðað við það sem gengur og gerist í dag. 

Um daginn prófaði ég svo guitar Rig 2 forritið, það er stútfullt af soundum og magnara-útgáfum og bara mjög gaman að leika með það, ég veit þó ekki hversu professional það er, en það er allavega ekki mikið verra en t.d. POD frá line6, eða aðrar útgáfur af svoleiðis græjum. 

Nú á ég bara eftir að finna út hvernig ég nota þessi tvö forrit saman. Það kemur nú kanski í ljós í jólafríinu eða jafnvel eitthvað fyrr....

 


flensa að ganga...

slatti af samstarfsmönnum mínum eru veikir heima þessa dagana, ég er búinn að vera heima frá því á hádegi í gær, er nú aðeins farið að líða betur, en er þó með töluverða beinverki, og svaf ekki vel síðustu nótt. Held samt að hitinn sé farinn, en hann var örugglega til staðar í gær og í nótt, þ.a. þetta er allt á uppleið núna... :)

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband